Veghefill CAT 212

Veghefill CAT 212

Það er komin CAT 212 hefill á safnið. Hann kom frá Vestmannaeyjum. Hér er hægt að sjá myndir af honum.

0 athugasemdir

Krani og TD14A ýtur

Krani og TD14A ýtur

3 vélar bættust við safnið á dögunum. Ein af þeim er sjaldgæfur krani og nefnist hann Hughes Keenan HK-456. Hinar 2 eru International TD14A jarðýtur.                      

0 athugasemdir

Eimco beltaskófla

Eimco beltaskófla

                    Beltaskófla að gerð Eimco bættist við safnið í mars 2010.   Hún var gjöf frá Alexander Ólafssyni og þökkum við kærlega fyrir framlagið.  

0 athugasemdir

Flothlemmar

Flothlemmar

                  Flothlemmar á Broyt skóflu X2. Afkomendur Konráðs Vilhjálmssonar muna eftir að hafa séð slíka hlemma í notkun á árunum 1975-76. Ef þú manst eftir að hafa séð þá notaða þá endilega skrifaðu athugasemd hér fyrir neðan eða sendu okkur vefpóst með sögu í kringum það og [...]

2 athugasemdir

Caterpillar beltaskófla

Caterpillar beltaskófla

Gömul frétt af fyrri heimasíðu síðan 01.09.2010.                 Það koma reglulega góðir gestir á safnið. Hér náðist mynd af einum þeirra sem kom að heilsa upp á Konráð, hann og Konráð standa hér fyrir framan beltaskóflu sem var eitt sinn í hans eigu. Maðurinn heitir Óskar Alfreðsson og [...]

1 athugasemd

International 1020 traktor

International 1020 traktor

                  Þann 15.júní 2010 bættist við skemmtilegur safngripur. Það er traktor að gerðinni international 1020 og er árgerð 1931. Faðir Konráðs Vilhjálmssonar, Vilhjálmur Jónasson, vann eitt sinn á þessari sömu vél í Hegranesi í Skagafirði.

0 athugasemdir

Fyrsta skóflustungan tekin að gestamóttöku Konnasafns.

Fyrsta skóflustungan tekin að gestamóttöku Konnasafns.

Fyrsta skóflustungan að gestamóttöku Konnasafns var tekin í dag við hátíðlega athöfn. Það voru þau Valgerður Sigurbergsdóttir, kona Konráðs Vilhjálmssonar heitins og Guðmundur Sigvaldason, sveitarstjóri í Hörgárbyggð sem áttu heiðurinn af henni. Valgerður átti líka afmæli í dag og ákváðu þær Valgerður, Arnbjörg Kristín dóttir hennar og Vilborg Daníelsdóttir tengdadóttir hennar að halda upp á [...]

Comments Off

Viðtal í Fréttablaðinu í dag.

Viðtal í Fréttablaðinu í dag.

Unnið stíft akkúrat þessa dagana. Valgerður Sigurbergsdóttir matráðskona í jarðvinnufyrirtækinu Skútabergi á Akureyri fagnar tveimur stórum áföngum í dag, sjötugsafmæli og fyrstu skóflustungu að húsi eina vinnuvélasafns Íslands, Konnasafns, sem tekin verður á Skútum í Hörgárdal klukkan 15. Safnið heitir eftir manni hennar, Konráði Vilhjálmssyni vélamanni sem lést skyndilega í febrúar síðastliðnum. Þegar Valgerður er [...]

0 athugasemdir

Opnun heimasíðu.

Opnun heimasíðu.

Frétt 16.7.2009 af eldri heimasíðu.  Í dag opnaði heimasíða Konnasafns formlega. Tilgangur hennar er að fjalla um sögu vinnuvéla á Íslandi í máli og myndum, auðvelda fólki aðgengi að safninu og vera vettvangur áhugamanna um vinnuvélar. Safnið er með tímabundna aðstöðu í Sjafnarnesi 2 á Akureyri. Ef þú veist af gömlum vélum sem verið er [...]

1 athugasemd